Keflavík semur við Dag Inga Valsson og Tómas Óskarsson
Dagur Ingi Valsson er 21 árs framsækinn miðjumaður sem hefur komið skemmtilega á óvart í vetrarleikjum Keflavíkurliðsins. Hann kemur til okkar frá uppeldisfélagi sínu, Leikni frá Fáskrúðsfirði, þar sem hann hefur leikið stórt hlutverk á síðustu árum. Hann lék sinn fyrsta leik með þeim í Inkasso deildinni árið 2016 og hefur síðan þá leikið 41 deildarleik og skorað í þeim 9 mörk.
Við bjóðum Dag Inga velkominn í bítlabæinn og hlökkum til að sjá hann leika listir sínar á Nettóvellinum, sem og í útileikjum liðsins, í sumar.
Mynd: Jónas Guðni og Dagur Ingi.
Þá hefur knattspyrnudeildin gert nýjan samning við Tómas Óskarsson.
Tómas er afabarn varnarjaxlsins Einars Gunnarssonar frá gullaldarárum Keflavíkurliðsins og á því ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileika sína.
Tómas er 21 árs hægri kantmaður. Hann hefur leikið 25 leiki með Keflavík í tveimur efstu deildunum og spilaði einnig sem lánsmaður með Víði í Garði í fyrra í 2. deildinni. Tómas á að baki einn u19 ára landsleik fyrir Ísland.
Mynd: Jóhann Birnir og Tómas.