Fréttir

Knattspyrna | 16. júlí 2004

Keflavík sigraði KA

Keflavík sigraði KA í miklum baráttuleik.  Þórarinn Kristjánsson skoraði sigurmarkið af miklu öryggi úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Zoran Ljubicic.  Keflavíkurliðið var að spila vel í fyrri hálfleik og hefðu í raun getað verið að vinna stærra í hálfleik en okkar menn klúðruðu nokkrum dauðafærum.  Í seinni hálfleik gerðist fátt markvert og strákarnir tryggðu 3 stig í hús sem var afar mikilvægt og skaust Keflavík upp í 5.sætið með 14 stig.  Skotinn knái Scott Ramsey fékk að líta rauða spjaldið og verður í banni gegn KR á sunnudaginn kemur í Frostaskjólinu.