Fréttir

Knattspyrna | 11. maí 2004

Keflavík spáð 5.-7. sæti

Nú eru hinar ýmsu spár um gengi liðanna í Landsbankadeildinni að líta dagsins ljós.  Sú sem vekur venjulega mesta athygli er spá þjálfara og leikmanna liðanna sjálfra.  Að þessu sinni er Keflavík spáð 6. sæti en aldrei þessu vant er KR-ingum spáð sigri í deildinni!  Sérfræðingar sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar spá Keflavík 7. sætinu í deildinni en ekki hefur enn verið tilkynnt hvaða liðum er spáð efstu sætunum.  Á vefsíðunni Fótbolti.net eru menn einnig að vinna sig upp deildina í spá sinni en þar spá menn Keflavíkurliðinu 5. sæti í Landsbankadeildinni.

Svo er bara að sjá hvenrig spárnar ganga eftir en eins og flestir vita er veruleikinn oft nokkur annar en vangaveltur sérfræðinga og áhugamanna í upphafi leiktíðar.