Fréttir

Keflavík spilar í Nike
Knattspyrna | 16. janúar 2014

Keflavík spilar í Nike

Keflavík hefur gert þriggja ára samning við Icepharma um að allir flokkar Keflavíkur spili í Nike-búningum en skrifað var undir samninginn í félagsheimili okkar í gær.  Það voru þær Þuríður Hrund Hjartardóttir og Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir frá Icepharma sem skrifuðu undir samninginn ásamt Þorsteini Magnússyni, formanni Knattspyrnudeildar.  Þess má geta að Keflavík lék áður í Nike á árunum 1999 til 2003.  Það er Knattspyrnudeild Keflavíkur mikil ánægja að samningurinn sé í höfn og að Icepharma og Nike hafi bæst í öflugan hóp samstarfsaðila deildarinnar.  Búningar Keflavíkur munu áfram fást í versluninni K-Sport og staðfesti Sigurður Björgvinsson, eigandi K-Sport, það við undirritun samningsins.

Keflavík hefur leikið í Puma undanfarin tíu ár og vill Knattspyrnudeild þakka heildversluninni Tótem fyrir gott samstarf þann tíma en Tótem hefur ákveðið að hætta með Puma vörur.

Á myndinni hér að neðan eru frá vinstri Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, sölustjóri á Heilsu- og íþróttasvið Icepharma, Þuríður Hrund Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Heilsu- og íþróttasviðs hjá Icepharma, Þorsteinn Magnússon, formaður Knattspyrnudeildar og Sigurður Björgvinsson, eigandi K-Sport.