Fréttir

Knattspyrna | 2. september 2005

Keflavík tekur á móti ÍA

Skagastúlkur koma í heimsókn í 14. og síðustu umferð Landsbankadeildar kvenna á sunnudaginn 4. september kl. 14:00 á Keflavíkurvelli.  Bæði þessi lið komu upp í efstu deild fyrir þetta tímabil, Keflavík sigraði 1. deild með miklum yfirburðum en ÍA sigraði Þór/KA/KS í umspili um laust sæti í efstu deild.  Hlutskipti liðanna er þó misjafnt, Keflavík er í 5. sæti Landsbankadeildar og nánast öruggt með það sæti en ÍA þarf að spila í 1.deild að ári.  Er þó öruggt að leikur liðanna verður skemmtilegur þar sem bæði lið fara inn í þennan leik án mikillar spennu.  Liðin áttust við á Akranesvelli í fyrri umferð Landsbankadeildar og sigraði Keflavík 5-0.

Hvetjum við alla að koma og styðja við bakið á Keflavíkurliðinu í síðasta leik sumarsins.