Keflavík tekur á móti ÍR í Landsbankadeild
Á morgun, mánudag 4. júní kl.19:15, mæta Keflavíkurstúlkur liði ÍR í Landsbankadeild kvenna. Leikurinn er í boði Landsbankans og fer fram á aðalvellinum við Hringbraut. Þetta er í fyrsta skipti sem liðin mætast í efstu deild kvenna. Keflavíkurliðið hefur leikið tvo leiki, liðið sigraði Þór/KA 7-0 en tapaði fyrir Stjörnunni 3-1. ÍR hefur leikið einn leik heima gegn Val og tapaði 0-6.
Við hvetjum alla til að koma og styðja stelpurnar okkar.
ÞÞ