Keflavík tekur á móti KR í síðasta leik Landsbankadeildar
Í kvöld, mánudaginn 17. september kl. 17:30, taka Keflvíkurstúlkur á móti KR í síðasta leik sínum í Landsbankadeild kvenna 2007 á aðalvellinum í Keflavík. Keflavík er fyrir nokkru búið að tryggja sér 4. sætið í ár og er það mjög góður árangur miðað við þau meiðsli sem við höfum þurft að glíma við í sumar með okkar litla hóp. Fyrri leik liðanna lauk með sigri KR 5-0 (2-0). Keflavíkurliðið er staðráðið í að sigra KR í þeim tveimur leikjum sem eftir eru. Seinni leikur liðanna í þessari viku verður n.k. laugardag kl.16:00 á Laugardalsvelli þegar liðin mætast í úrslitaleik VISA-bikarsins.
Hvetjum við alla til að mæta og styðja Keflavíkurstúlkur til sigurs.
ÞÞ