Fréttir

Knattspyrna | 7. ágúst 2007

Keflavík tekur á móti Stjörnunni

Á morgun, miðvikudaginn 8. ágúst, tekur Keflavík á móti Stjörnunni í Landsbankadeild kvenna á Keflavíkurvelli og hefst leikurinn kl. 19:15.  Keflavík og Stjarnan hafa háð marga jafna og skemmtilega leiki undanfarin ár.  Keflavík er sem stendur í 3. sæti með 15 stig en Stjarnan í 5. sæti með 12 stig.

Við hvetjum alla til að mæta og styðja stelpurnar okkar.

ÞÞ