Fréttir

Knattspyrna | 27. ágúst 2005

Keflavík þakkar fyrir sig

Knattspyrnudeild Keflavíkur vill þakka þeim aðilum sem lögðu deildinni lið á einn eða annan hátt við móttöku FC Etzella og Mainz 05 í heimaleikjum Keflavíkur í UEFA-keppninni í sumar.  Það hlýjaði okkur hjá Knattspyrnudeild og leikmönnum að finna allan þann velvilja og samhug þegar kom að því að óska eftir aðstoð.  Allir tóku óskum okkar vel og nánast enginn tók krónu fyrir sína aðstoð, fyrir það þökkum við sérstaklega.  Með ykkar aðstoð var öll umgjörð móttöku liðanna glæsileg.  Við erum stoltir Keflvíkingar af þátttöku okkar í keppninni. Lékum fjóra leiki, skoruðum sex mörk og fengum á okkur fjögur.  Fá lið frá Íslandi, ef nokkuð, hefur gengið frá borði í Evrópukeppni með slíka markatölu.  Þessu verkefni er lokið og næsta verkefni liðsins er að tryggja sér 3ja sætið í Landsbankadeildinni sem væntanlega gefur Evrópusæti að ári.  Takk fyrir okkur.  ási