Fréttir

Knattspyrna | 29. júní 2009

Keflavík til Möltu

Á þriðjudagsmorgun heldur Keflavíkurliðið til Möltu þar sem leikið verður við Valletta F.C. í Evrópudeild UEFA.  Leikurinn fer fram á fimmtudag og hefst kl. 17:30 að staðartíma en þá er kl. 15:30 á Íslandi.  Von er á liðinu heim um miðjan dag á föstudag og þá tekur við undirbúningur fyrir bikarleik gegn Þór næsta sunnudag.  Við komum svo með fréttir af ferð liðsins til Möltu og auðvitað af leiknum þar ytra.