Fréttir

Knattspyrna | 16. apríl 2010

Keflavík tilbúnir með fastnúmerakerfið

Jæja, þá er það ákveðið hverjir verða númer hvað á komandi keppnistímabili hjá meistaraflokki karla.  Nýju leikmennirnir okkar eru þá búnir að fá númer og verður Paul McShane nr. 5, Andri Steinn nr. 8 og Ómar Karl fær númer 26.  Sjá lista Keflavíkur hér að neðan.

Í reglugerð KSÍ stendur:
Leikmaður sem leikur í Pepsi-deild karla 2010 skal hafa sama númer í öllum leikjum í deildinni og einnig þegar hann tekur þátt í VISA-bikarnum. Leikmenn félags skulu númeraðir frá 1 - 30 þannig að hvert númer er aðeins úthlutað einum leikmanni. Þurfi félag að nota fleiri leikmenn skal nýr leikmaður bera númer 31, sá næsti 32 o.s.frv. Einungis er hægt að úthluta númeri aftur ef viðkomandi leikmaður hefur haft félagaskipti úr félaginu (á ekki við um tímabundin félagaskipti). Félög í Pepsi-deild karla tilkynna KSÍ um númer leikmanna fyrir 1. maí ár hvert.

Keflavík:
1 Ómar Jóhannsson, 2 Alen Sutej, 3 Guðjón Árni Antoníusson, 4 Haraldur Freyr Guðmundsson, 5 Paul McShane, 6 Einar Orri Einarsson, 7 Jóhann Birnir Guðmundsson, 8 Andri Steinn Birgisson, 9 Guðmundur Steinarsson, 10 Haukur Ingi Guðnason, 11 Magnús Sverrir Þorsteinsson, 12 Árni Freyr Ásgeirsson, 15 Bojan Stefán Ljubicic, 16 Brynjar Örn Guðmundsson, 18 Magnús Þórir Matthíasson, 20 Bjarni Hólm Aðalsteinsson, 22 Magnús Þór Magnússon, 23 Sigurbergur Elísson, 24 Sigurður Gunnar Sævarsson, 25 Hólmar Örn Rúnarsson, 26 Ómar Karl Sigurðsson og 27 Hörður Sveinsson.