Fréttir

Knattspyrna | 31. janúar 2004

Keflavík tók 3. sætið

Keflavík varð í 3. sæti í Iceland Express Cup eftir stórsigur gegn KR í leik í Reykjaneshöllinni í dag.  Lokatölur urðu 6-0 gegn KR-ingum sem tefldu ekki fram sínu sterkasta liði.  Það voru þeir Hörður Sveinsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Haraldur Guðmundsson, Zoran Ljubicic, Magnús Þorsteinsson og Sigurður Markús Grétarsson sem settu mörkin í leiknum.  Það verða síðan ÍA og Örgryte sem leika til úrslita í mótinu.