Keflavík vann Hraðmót Langbest
Keflavík stóð uppi sem sigurvegari á Hraðmóti Langbest sem leikið var í Reykjaneshöllinni á föstudagskvöld. Mótið var nokkurs konar óopinbert Suðurnesjamót en öll liðin af Suðurnesjum tóku þátt í mótinu. Leikið var í 1 x 27 mínútur og léku allir við alla. Mótið tókst vel í alla staði og minnti vel á gamla Suðurnesjamótið. Þess má geta að Haraldur Guðmundsson, Zoran Ljubicic og Hjálmar Jónsson léku með Keflavík í mótinu. Úrslit leikja hjá Keflavík voru eftirfarandi:
Víðir - Keflavík: 0-0
Njarðvík - Keflavík: 1-3
Keflavík - Reynir: 4-3
Keflavík - Grindavík: 2-1
Lokastaðan varð þessi:
Keflavík |
10 stig |
Grindavík |
7 stig |
Njarðvík |
4 stig |
Víðir |
4 stig |
Reynir |
3 stig |
Myndir: Jón Örvar Arason
Sigurliðið!
"Sjáiði, strákar. Verðlaunapeningur!" Grindvíkingar sposkir á svip.
Fyrirliðinn stoltur með bikarinn.
Þessi brosmildi var í láni frá Gautaborg.