Fréttir

Knattspyrna | 21. maí 2006

Keflavík vann Þórisbikarinn á Spáni

Keflavík vann Þórisbikarinn þegar við vorum á Spáni í æfingaferð í apríl sl. Við unnum Breiðablik í úrslitum 4-2.

 

Þetta er mót til minningar um hinn mæta mann Þórir Jónsson hjá FH  sem lést í bílslysi fyrir fáeinum árum síðan. Þórir var allt og allt hjá FH og var einnig forráðamaður knattspyrnunnar á Íslandi.

Eyjólfur Ólafsson (dómari) og fararstjóri afhenti Kristjáni Guðmundssyni þjálfara Keflavíkur Þóris bikarinn fyrir leik Keflavíkur og Víkings sl.föstudag.

 

Keflavík þakkar Breiðablik góðan leik og Eyjólfi góða fararstjórn og röggsemi í hans störfum á Spáni.

 

Blessuð sé minning Þóris Jónssonar.

 

jöa