Keflavík vs. Keflavík!
Knattspyrnulið Keflavíkur og nýkrýndir Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfubolta munu mætast í sínu árlega einvígi á þriðjudagskvöld og að þessu sinni er komið að knattspyrnuleik milli liðanna. Leikurinn fer fram kl. 18:50 í Reykjaneshöll. Síðast áttust liðin við í körfu sem endaði 114-114 eftir skemmtilegan leik.
Skemmtunin ein er við völd í þessum leikjum en vissulega eru menn að taka á því inn á milli og jafnan gaman að fylgjast með þessum köppum berjast. Nú er svo búið að körfuboltinn fær rúmlega 10 mörk í forskot gegn knattspyrnuliðinu og verður fróðlegt að sjá hvort þeim takist að halda fengnum hlut og jafnvel bæta í og gera fótboltaliðinu erfitt fyrir.
Körfuboltaliðið hefur farið á kostum undanfarið en hvernig gengur í fótboltanum?
(Mynd: Víkurfréttir)