Fréttir

Knattspyrna | 15. desember 2009

Keflavíkurkönnur á góðu verði

Nú er hægt að styðja Keflavík um leið og maður drekkur kaffið sitt en þessa dagana er einmitt verið að selja kaffikönnur með merki Keflavíkur á góðu verði.  Könnurnar halda heitu og það er hægt að loka þeim svo það hellist ekki niður, þær eru þannig tilvaldar í bílinn svo ekki sé talað um fyrir iðnaðarmanninn.  Það er hægt að skipta um miða í könnunum og setja hvað sem er í staðinn, t.d. mynd af sjálfum sér eða merki liðsins í enska boltanum.

Verðið er aðeins 2000 kr. og ágóðinn rennur til styrktar 6. flokki Keflavíkur.  Þeir sem eru áhugasamir um að nálgast þessar stórglæsilegu könnur geta haft samband við Önnu Sigríði í síma 893-9771 eða í gegnum tölvupóst a.sigga@simnet.is.