Keflavíkurkonur úr leik í VISA-bikarnum
Keflavíkurstúlkur léku við Íslandsmeistara Breiðabliks s.l. föstudag á Kópavogsvelli í 8 liða úrslitum VISA-bikarsins. Leikir liðanna hafa ávallt verið skemmtilegir og hefur Keflavíkurliðið staðið sig með prýði í þeim leikjum. Á föstudag fór svo sem eins og þeir enda oftast með sigri Blika, 2-0. Í lið Keflavíkur vantaði Nínu Ósk Kristinsdóttur, sem er meidd á ökla, og Björg Ástu Þórðardóttur, sem er enn að kljást við hné meiðsli, og munar um minna. Keflvíkurliðið stóð sig með miklum ágætum. Fyrra markið skoraði Ólína Viðarsdóttir eftir hornspyrnu og það seinna Edda Garðarsdóttir með þrumskoti utan af velli.
Keflavík: Þóra Reyn, Inga Lára, Linda, Ólöf Helga, Elísabet Ester, Guðný Petrína, Lilja Íris, Karen Penglase (Karen Sævars 36.), Danka, Donna, Vesna
Varamenn: Anna Rún, Sonja, Guðbjörg, Birna Marin, Eva
ÞÞ
Donna Cheyne átti fínan leik gegn Breiðabliki.