Keflavíkurliðið til Spánar
Meistaraflokkur karla heldur til Spánar í dag þar sem hópurinn dvelur í viku við æfingar og keppni. Dvalið verður í Canela en liðið var einmitt þar í fyrra. Menn þekkja því aðstæður sem eru til fyrirmyndar, utan vallar sem innar. Vonandi koma menn hressir til baka og tilbúnir í slaginn í sumar. Við óskum hópnum góðrar ferðar.
Keflavíkurliðið við strangar æfingar í fyrra.
(Mynd: Jón Örvar Arason)