Keflavíkurliðið til Þýskalands
Leikmenn Keflavíkur og stjórnarmenn fara á þriðjudagsmorgunn til Frankfurt í Þýskalandi en liðið á leik við Mainz 05 í annarri umferð forkeppni UEFA-keppninnar á fimmtudagskvöldið. Leikurinn fer fram í Frankfurt og gera heimamenn ráð fyrir því að 25.000 áhorfendur mæti á leikinn. Því til viðbótar verða harðir stuðningsmenn Keflavíkur með Pumasveitina í broddi fylkingar allt að 30 manna hópur frá Íslandi. Auk þess eru hópar Íslendinga í Þýskalandi og stuðningsmenn okkar frá Lúxemborg sem ætla að mæta á völlinn. Það verður því stuð á leiknum og í leiknum sjálfum.