Keflavíkurliðunum spáð 5. sæti
Karla- og kvennaliðum Keflavíkur er báðum spáð 5. sæti í Landsbankadeildinni í sumar samkvæmt spám fyrirliða, þjálfara og formanna knattspyrnudeilda félaganna í deildunum. Spárnar voru kynntar á kynningarfundi KSÍ og Landsbankans í Smárabíói fimmtudaginn 11. maí. Við erum ekki óvön að vera á þessum slóðum í spám af þessu tagi og getum vel við unað. Markmiðið hlýtur svo að vera að gera betur og komast ofar í deildinni eins og gerðist síðasta sumar.
Landsbankadeild karla | Stig | Landsbankadeild kvenna | Stig | |
1. FH | 268 | 1. Breiðablik | 189 | |
2.-3. KR | 247 | 2. Valur | 159 | |
2.-3. ÍA | 247 | 3. KR | 152 | |
4. Valur | 225 | 4. Stjarnan | 112 | |
5. Keflavík | 170 | 5. Keflavík | 100 | |
6. Fylkir | 150 | 6. Fylkir | 69 | |
7.-8. Breiðablik | 91 | 7. FH | 49 | |
7.-8. Grindavík | 91 | 8. Þór/KA | 43 | |
9. ÍBV | 82 | |||
10. Víkingur | 79 |
Myndir: Jón Örvar Arason
Þjálfarar karlaliðanna.
Lilja Íris og Gulli að spá fyrir kynningarfundinn.
Fyrirliðar karlaliðanna.
Gunnlaugur KR-ingur, Guðmundur og Páll Hjarðar, ÍBV.
Þjálfarar kvennaliðanna.
Fyrlirliðar kvennaliðanna.
Kátir piltar.