Fréttir

Knattspyrna | 9. júlí 2007

Keflavíkurpiltar á N1 mótinu á Akureyri

N1 mót KA í 5. flokki karla fór fram dagana 4. - 7. júlí.  Keflvíkingar sendu fjögur lið til keppni A, B, C og D lið. Piltarnir voru ekki í baráttu um verðlaunasæti en stóðu sig engu að síður með miklum ágætum og voru félagi sínu til mikils sóma jafnt innan vallar sem utan. Mikill fjöldi foreldra/forráðamanna fylgdu piltunum og var stuðningurinn á hliðarlínunni mjög góður svo tekið var eftir.  Piltarnir vöktu t.a.m. mikla athygli á kvöldskemmtun á fimmtudagskvöld fyrir skemmtilegan söng þar sem stuðningslög Pumasveitarinnar voru sungin af mikilli innlifun.  Allir skemmtu sér konunglega á Akureyri í norðlenskri veðurblíðu. Öll úrslit mótsins má nálgast á heimasíðu mótsins.  Einnig má nálgast myndir af mótinu á heimasíðu mótsins sem og á bloggsíðu 5. flokks; myndasyrpa 1 og myndasyrpa 2.


Axel Pálmi Snorrason leikmaður A-liðs Keflavíkur í baráttu við Eyjapeyja. 
Að baki þeim má sjá stórdómarann Gylfa Orrason sem dæmdi nokkra leiki á mótinu.