Keflavíkurpiltar í 5. flokki leika til úrslita á Íslandsmótinu um helgina
Úrslitakeppni 5. flokks karla í knattspyrnu fer fram um helgina. Það eru 12 félög sem unnu sér þátttökurétt í úrslitunum og fer úrslitakeppnin annars vegar fram á Akureyri og hins vegar á suðvesturhorninu. Leikið er í fjórum 3ja liða riðlum og komast tvö efstu lið riðlanna í 8 liða úrslit. Keflavíkurpiltar stóðu sig mjög vel í sumar í riðlakeppninni þar sem þeir enduðu í 2. sæti í B-riðli og áunnu sér með því rétt til að leika í A-riðli að ári. Þessi árangur Keflavíkurpilta er frábær og það verður sérstaklega gaman hjá piltunum að reyna fyrir sér í úrslitakeppninni sem jafnan er mjög stór viðburður í íslenskri yngri flokka knattspyrnu.
Í úrslitakeppninni er Keflavík í riðli með Hafnarfjarðarliðunum FH og Haukum.
Leikir Keflavíkur eru sem hér segir:
Föstudagur 24. ágúst:
Kl. 16:00 A - lið; FH - Keflavík Kaplakrikavöllur (Aðalvöllur)
Kl. 16:50 B - lið; FH - Keflavík Kaplakrikavöllur (Aðalvöllur)
Laugardagur 25. ágúst:
Kl. 15:30 A - lið; Keflavík - Haukar Keflavíkurvöllur (Aðalvöllur við Hringbraut)
Kl. 16:20 B - lið; Keflavík - Haukar Keflavíkurvöllur (Aðalvöllur við Hringbraut)
Ef Keflavík kemst í 8 liða úrslit / 4 liða úrslit er leikið sem hér segir:
Sunnudagur 26. ágúst ???:
8 liða úrslit ??
Kl. 10:00 B - lið; Stjörnuvöllur
Kl. 11:00 A - lið; Stjörnuvöllur
4 liða úrslit ??
Kl. 15:00 B - lið; Stjörnuvöllur
Kl. 15:50 A - lið; Stjörnuvöllur
Sama stigaregla gildir og í riðlakeppni Íslandsmótsins; sigur í A - liði gefur 3 stig, sigur í B - liði gefur 2 stig og jafntefli gefur alltaf 1 stig. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í 8 liða úrslit og spila þ.a.l. á sunnudeginum.
Sigurvegararar á suðvesturhorninu leika svo gegn sigurvegurunum á Akureyri úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn sem fram fer fimmtudaginn 30. ágúst á Valbjarnarvelli.
Keflvíkingar eru hvattir til þess að mæta á Aðalvöllinn við Hringbraut á laugardaginn og hvetja piltana til dáða. Það er fátt skemmtilegra en að sjá efnilega pilta leika knattspyrnu af lífs og sálar kröftum.
ÁFRAM KEFLAVÍK!!
Björn Elvar Þorleifsson er hér með góðar gætur á leikmanni FH á N1 mótinu í sumar.
Björn Elvar verður í eldlínunni með A - liði Keflavíkur um helgina.