Keflavíkursigur í Víkurásmóti 4. flokks
Víkurásmót 4. flokks pilta fór fram í Reykjaneshöllinni s.l. laugardag. Um var að ræða hraðmót þar sem leiknir voru 1 x 27 mín. leikir. Keppnin var gríðarlega jöfn og réðust úrslitin í síðasta leik, leik Keflavíkur og UMF Bessastaðahrepps. Fyrir þann leik áttu 3 lið möguleika á sigri í mótinu; sigur hjá öðru hvoru liðinu myndi færi þeim titilinn en jafntefli þýddi að Víkingar væru meistarar! Leikar fóru þannig að Keflvíkurpiltar stóðu uppi sem sigurvegarar en þeir sigruðu UMF Bess. mjög sannfærandi í síðasta leiknum 4-1. Keflvíkingar spiluðu mjög vel á mótinu og var mikill stígandi í þeirra leik. Framherji Keflvíkinga, Magnús Þórir, var svo sannarlega á skotskónum í mótinu, en hann gerði 8 af 11 mörkum liðsins.
Mótið tókst í alla staði mjög vel og fóru allir sáttir heim í mótslok vel mettir af pizzum frá Langbest.
Úrslit leikja í mótinu voru sem hér segir, markaskorarar hjá Keflavík í sviga:
Keflavík - Njarðvík: 2-0 (Magnús Þórir Matthíasson 2)
Víkingur - UMF Bess.: 1-0
Selfoss - Njarðvík: 2-0
Keflavík - Víkingur: 1-3 (Magnús Þórir Matthíasson)
Selfoss - UMF Bess.: 0-5
Njarðvík - Víkingur: 2-0
Keflavík - Selfoss: 4-2 (Magnús Þórir Matthíasson 2, Marko Valdimar Stefánsson 2)
UMF Bess. - Njarðvík: 2-0
Víkingur - Selfoss: 1-0
UMF Bess - Keflavík: 1-4 (Magnús Þórir Matthíasson 3, Marko Valdimar Stefánsson)
Lokastaðan á mótinu: |
||
LIÐ | STIG |
MÖRK |
1. Keflavík | 9 stig |
5+ |
2. Víkingur | 9 stig |
2+ |
3. UMF Bess. | 6 stig |
3+ |
4. Njarðvík | 3 stig |
-4 |
5. Selfoss | 3 stig |
-6 |
Keflavík, Víkurás-meistarar 2004
Efsta röð frá vinstri: Vilhjálmur Maron Atlason, Ásgeir Elvar Garðarsson, Fannar Þór Sævarsson, Magnús Þórir Matthíasson, Birgir Ólafsson, Gunnar Magnús Jónsson þjálfari.
Miðröð frá vinstri: Tómas Pálmason, Marko Valdimar Stefánsson, Davíð Þorsteinsson, Eiríkur Örn Jónsson, Óskar Rúnarsson.
Neðsta röð frá vinstri: Sindri Björnsson, Ingimar Rafn Ómarsson, Pétur Elíasson, Arnþór Elíasson (fyrirliði), Guðmundur Auðun Gunnarsson.
Gull- og silfurlið mótsins, Keflavík og Víkingur.
Arnþór Elíasson fyrirliði Keflvíkinga er hér með sigurlaunin.
Selfoss.
UMF Bessastaðahrepps ásamt þjálfaranum og Keflvíkingnum Jóhanni Elíassyni.
Víkingur. Á myndina vantar þjálfarann, sem er Keflvíkingurinn Helgi Kristjánsson.
Njarðvík.