Fréttir

Knattspyrna | 10. ágúst 2011

Keflavíkurstrákar með U-17 ára liðinu

Tveir leikmenn Keflavíkur tóku þátt í Norðurlandamóti U-17 ára landsliða sem fram fór hér á landi á dögunum.  Ísland tefli fram tveimur liðum á mótinu og stóðu þau sig bæði frábærlega og annað lið sigraði reyndar í mótinu.  Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson var í liði Íslands sem varð Norðurlandameistari.  Elías tók þátt í öllum leikjum liðsins í mótinu og skoraði gegn Færeyjum í riðlakeppninni.  Samúel Kári Friðjónsson lék með öðru liði Íslands sem varð í 4. sæti í mótinu.  Samúel Kári kom við sögu í öllum leikjum liðsins og skoraði mark Íslands í leiknum um 3. sætið.  Við óskum piltunum til hamingju með árangurinn og frammistöðuna.


Sigurlið Íslands.  Elías Már er lengst til vinstri á myndinni.
(Mynd af
vef KSÍ)