Keflavíkurstúlkur mæta Stjörnunni
Lið meistaraflokks kvenna leikur sinn þriðja leik í Faxaflóamótinu er það mætir Stjörnunni í kvöld kl. 19:10 í Reykjaneshöllinni.
Áður hafði lið Keflavíkur leikið við Þór/KA og sigrað 7-3 þar sem Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði 5 mörk og þær Ásthildur Hjaltadóttir og Inga Lára Jónsdóttir eitt hvor. Einnig lék liðið við Íslands- og bikarmeistara Breiðbliks og tapaðist sá leikur 0-4.