Fréttir

Knattspyrna | 19. maí 2007

Keflavíkurstúlkur mæta Þór/KA í fyrsta leik

Meistaraflokkur kvenna mætir Þór/KA í fyrsta leik í Landsbankadeild kvenna n.k. mánudag kl. 19:15 á Keflavíkurvelli.  Lið Keflavíkur hefur verið spáð 4. sæti í Landsbankadeildinni í sumar.  Þjálfari liðsins er Salih Heimir Porca en hann þjálfaði kvennalið Hauka í 1.deild í fyrra og var liðið hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni 1. deildar.  Aðstoðarþjálfari og þjálfari 2. flokks kvenna er Elís Kirstjánsson.  Liðið er samansett af góðri blöndu af reyndum leikmönnum og leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki.  Er mikill hugur í leikmönnum, þjálfurum og stjórn að Keflavík standi sig vel í sumar og haldi áfram á þeirri góðu braut sem liðið hefur verið á síðustu þrjú ár.

Miklar breytingar hafa orðið á liði Keflavíkur í ár og hafa 7 leikmenn horfið á braut frá því í fyrra.
Farnar:
Inga Lára Jónsdóttir hætt,
Thelma Þorvaldsdóttir hætt,
Linda O´Donell hætt,
Karen Penglase hætt,  
Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir hætt,
Ólöf Pálsdóttir gengin í raðir GRV,
Nína Ó. Kristinsdóttir í Val.
Nýjir leikmenn:
Jelena Petrovic frá Haukum,
Björg Magnea Ólafs frá Val,
Beth Ragdale Crew Alexander,

Leikir Keflavíkur og Þórs/KA í fyrra í Landsbankadeild:

2006
Keflavík - Þór/KA: 6-3 (Nína Ósk 3, Vesna Smiljovic 2, Karen Penglase)
Þór/KA - Keflavík: 1-3 (Nína Ósk, Vesna Smilijovic, Lilja Íris Gunnarsdóttir)