Keflavíkurstúlkur sækja Íslandsmeistarana heim
Keflavík mætir Íslandsmeisturunum frá Val að Hlíðarenda á morgun, miðvikudaginn 3. ágúst, kl. 19:00. Þetta er fyrsti leikur 10. umferðar Landsbankadeildar kvenna. Tveggja vikna hlé hefur verið á deildinni vegna landsleikja U-21 og A-landsliðsins. Keflavík leikur án Bjargar Ástu Þórðardóttur sem sleit krossbönd í leik með U-21 landsliðinu. Keflavíkurliðið hefur verið á góðu róli og er mikið atriði að liðið komi ákveðið í leikinn við Val. Nína Ósk Kristinsdóttir mætir sínum fyrri félögum í Val en hún gekk í raðir Keflavíkur nú um mitt sumar eftir tveggja ára dvöl hjá Val.