Fréttir

Knattspyrna | 29. maí 2006

Keflavíkurstúlkur sækja KR heim

Á morgun þriðjudag, 30.maí, sækir Keflavík lið KR heim í Frostaskjólið
í Landsbankadeild kvenna og hefst leikurinn kl.19:15.

Þetta er þriðji leikur liðanna í Landsbankadeildinni. Keflavík hefur leikið við
Fylki á útivelli og sigrað 2-0 og tapað fyrir íslandsmeisturum Breiðbliks
heima með 1-3. KR er búið að tapa báðum sínum leikjum, fyrir Blikum
4-0 og Stjörnunni 2-1. Þannig að það er búist við hörkuleik á milli
þessara liða. Í fyrra sigraði Keflvík heima 2-1 en beið lægri hlut í
Frostaskjóli 4-1.

Hvetjum við alla til að koma og styðja stelpurnar í því að fylgja eftir
góðum sigri strákanna á KR.


Mynd: Frá leik Keflavíkur og KR í fyrra sem endaði með sigri Keflavíkur 2-1

ÞÞ