Fréttir

Knattspyrna | 15. febrúar 2008

Keflavíkurvöllur verður Sparisjóðsvöllurinn

Knattspyrnudeild Keflavíkur og Sparisjóðurinn í Keflavík staðfestu í gær samning um að knattspyrnuvöllurinn í Keflavík beri nafn Sparisjóðsins.  Völlurinn mun því heita Sparisjóðsvöllurinn í Keflavík næstu fjögur árin.  Það voru þeir Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri og Rúnar Arnarson, fráfarandi formaður Knattspyrnudeildar, sem undirrituðu samninginn.  Þeir lýstu báðir mikilli ánægju með þetta samkomulag enda hefur Sparisjóðurinn um árabil verið aðalstyrktaraðili knattspyrnunnar í Keflavík.  Rúnar sagði það sérstaklega ánægjulegt að undirritun samningsins væri síðasta embættisverk hans sem formaður deildarinnar og þakkaði hann Sparisjóðsmönnum fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár.  Geirmundur þakkaði Rúnari einnig gott og ánægjulegt samstarf og tók fram að það væri stefna Sparisjóðsins að halda áfram að starfa með Knattspyrnudeildinni eins og verið hefur.