Fréttir

Knattspyrna | 14. júlí 2005

Keflvík tekur á móti Breiðablik

Lið meistarflokks kvenna tekur á móti Breiðablik í Landsbankadeildinni föstudaginn 15. júlí á Keflavíkurvelli kl. 20:00.

Þessi lið áttust við í annari umferð á Kópavogsvelli og sigraði Breiðablik 3-2 og kom sigurmarkið í blálokin.  Breiðablik hefur sigrað í öllum leikjum sínum í deildinni og er efst með 6 stiga forskot á Val sem er í öðru sæti.  Keflavík er í fimmta sæti með 12 stig.

Við hvetjum alla til að mæta og styðja stelpurnar á móti efsta liði Landsbankadeildar kvenna.