Fréttir

Knattspyrna | 2. nóvember 2004

Keflvíkingar eru prúðastir!

Keflavík varð í efsta sæti í háttvísismati eftirlitsmanna KSÍ en niðurstöður þess voru kynntar í dag.  Í matinu er stuðst við fjölda áminninga og brottvísana, hve sókndjörf liðin eru og framkomu leikmanna, liðsstjórnar og áhorfenda.  Hér má sjá niðurstöðuna í heild og pistil frá KSÍ um matið.

1

Keflavík 8,03

2

FH 7,94

3

Grindavík 7,90

4

KR 7,86

5

Fram 7,82

6

ÍA 7,79

7

Fylkir 7,69

8

KA 7,57

9

Víkingur 7,43

10

ÍBV 7,22

"KSÍ leggur mikla áherslu á háttvísi innan vallar sem utan.  Í Landsbankadeild karla gefa eftirlitsmenn liðunum einkunn eftir hvern leik sem tekur mið af fjölda áminninga og brottvísana, sóknarleik (jákvæður leikur), framkomu leikmanna við mótherja og dómara.  Einnig er lagt mat á framkomu liðsstjórnar og áhorfenda.  Í ár var það Keflavík sem hlaut hæstu einkunn eftirlitsmanna KSÍ.

Milli aðildarlanda UEFA er keppni um 3 laus sæti í UEFA-bikarnum, sem fer þannig fram að eftirlitsmenn UEFA í landsleikjum (allra landsliða) og Evrópumótum félagsliða gefa einkunn fyrir háttvísi.  Fulltrúi þess lands sem verður í efsta sæti í þessu mati kemst sjálfkrafa í Evrópukeppni félagsliða.  Til viðbótar eru dregin tvö önnur félagslið frá þeim löndum sem hljóta yfir 8,0 í einkunn í þessu mati.

Ef til þess kemur að Ísland verði meðal þeirra þjóða sem hljóta aukasæti í UEFA-bikarnum 2005/2006 í gegnum háttvísimat UEFA, þá kemur það í hlut Grindavíkur þar sem Keflavík (bikarmeistarar) og FH (Íslandsmeistarar) hafa þegar tryggt sér þátttökurétt Evrópumótum."