Keflvíkingar í landsliðsúrtaki
Við Keflvíkingar eigum nokkra fulltrúa í úrtakshópum yngri landsliða sem æfa um helgina. Hallgrímur Jónasson er í U21 árs landsliðshópnum en í honum er einnig Hilmar Trausti Arnarsson sem er á leið til Keflavíkur frá Haukum. Við eigum einnig tvo fulltrúa í U19 ára hópnum, þá Einar Orra Einarsson og Sigurbjörn Hafþórsson. Sigurbjörn gekk til liðs við okkur frá KS á Siglufirði á dögunum. Við óskum okkar mönnum góðs gengis á æfingunum.
Hallgrímur er í U21 árs hópnum.
(Mynd frá Víkurfréttum)