Fréttir

Knattspyrna | 23. nóvember 2006

Keflvíkingar í stjórn West Ham

Það hefur ekki farið framhjá knattspyrnuunnendum að íslenskir fjárfestar voru að yfirtaka knattspyrnulið West Ham United í London.  Eins og annars staðar koma Keflvíkingar þar nærri en í stjórn félagsins eru tveir Keflvíkingar og annar er  fyrrverandi leikmaður félagsins.  Sá er Guðmundur Oddsson sem lék með meistaraflokki Keflavíkur á árunum 1995-1999.  Guðmundur lék alls 60 leiki og skoraði tvö mörk og varð m.a. bikarmeistari með liðinu árið 1997.  Undanfarið hefur Guðmundur starfað sem lögfræðingur í London og m.a. unnið fyrir íslenska fjárfesta þar.  Það er í framhaldi af þeirri vinnu sem Guðmundur tekur sæti í stjórn félagsins.  Þess má geta að Guðmundur er sonur Odds Sæmundssonar, stjórnarmanns Knattspyrnudeildar Keflavíkur.  Hinn stjórnarmaðurinn er Þór Kristjánsson sem er alinn upp í Keflavík og lék með yngri flokkum Keflavíkur.  Faðir hans er Kristján Pétursson, fyrrum deildarstjóri í Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli.