Fréttir

Keflvíkingar með yngri landsliðunum
Knattspyrna | 28. ágúst 2013

Keflvíkingar með yngri landsliðunum

Elías Már Ómarsson er ú U-19 ára landsliði Íslands sem mætir Skotum í vináttulandsleikjum 3. og 5. september.  Elías er 18 ára gamall og hefur leikið 13 leiki í Pepsi-deildinni í sumar og skorað eitt mark.  Hann hefur áður leikið þrjá leiki með U-19 ára liðinu og skorað í þeim tvö mörk.  Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson er einnig í landsliðinu en hann leikur nú með Reading.  Við Keflvíkingar eigum reyndar einn fulltrúa enn í hópnum en sjúkraþjálfari liðsins er Gunnar Örn Ástráðsson sem nú starfar sem sjúkraþjálfari Njarðvíkurliðsins.

Þrír leikmenn félagsins taka þátt í úrtaksæfingum vegna U-17 ára liðs karla í byrjun september en það eru þeir Sindri Kristinn Ólafsson, Anton Freyr Hauksson og Fannar Orri Sævarsson.  Þar taka 30 leikmenn þátt.

Keflavík á einnig tvo fulltrúa í úrtakshópi U-15 ára landsliðs sem hefur verið valinn vegna undankeppni Ólympíuleika æskunnar.  Það eru þeir Júlíus Davíð Júlíusson og Sigurbergur Bjarnason sem eru í þeim hópi en þeir eru fæddir árið 1999 eins og aðrir leikmenn í hópnum.  Þess má geta að þjjálfari liðsins er Keflvíkingurinn Freyr Sverrisson.

Fyrr í mánuðinum voru Björn G. Sveinsson og Tómas Óskarsson á úrtökumót KSÍ vegna drengja sem fæddir eru 1998 en þar voru boðaðir 64 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu.  Gná Elíasdóttir var svo fulltrúi okkar á úrtökumóti fyrir stúlkur fæddar 1998 en það mót fór einnig fram á Laugarvatni.

Það er ánægjulegt að okkar unga knattspyrnufólk fái tækifæri með yngri landsliðum og vonandi fjölgar í þeim hópi í framtíðinni.