Fréttir

Knattspyrna | 10. febrúar 2010

Keflvíkurliðið í Skansinum um helgina

Leikmenn Keflavíkurliðsins verða um næstu helgi með sölubás í Skansinum, markaðinum í gamla Rammahúsinu.  Þar ætla piltarnir að selja margvíslegan varning, einkum fótboltatengt dót.  Tilgangurinn er að safna fé fyrir æfingaferð liðsins.  Nú er tækifærið til að styðja piltana okkar og kaupa í leiðinni ódýran varning.  Það er aldrei að vita nema einhver nái að krækja sér í gamla markaskó...


Frá Skansinum.  (Mynd frá Víkurfréttum)