Fréttir

Knattspyrna | 22. ágúst 2008

Keflvískir boltastrákar hjá landsliðinu

Eins og komið hefur fram var Hólmar Örn Rúnarsson í landsliði Íslands sem mætti Aserbaídsjan á Laugardalsvellinum í vikunni.  Hólmar Örn sat reyndar á bekknum allan leikinn eins og flestir varamenn íslenska liðsins.  Við Keflvíkingar áttum hins vegar fleiri fulltrúa í Laugardalnum þetta kvöld og þeir tóku fullan þátt í leiknum.  Þetta voru fjórir piltar úr 5. flokki Keflavíkur sem voru boltastrákar á landsleiknum og stóðu sig með stakri prýði líkt og þeir hafa gert á heimaleikjum Keflavíkur í sumar ásamt fleiri strákum úr 5. flokki eldri.  Piltarnir eru á myndinni hér að neðan, frá vinstri Patrekur Örn Friðriksson, Einar Þór Kjartansson, Birkir Alfons Rúnarsson og Arnór Smári Friðriksson.


Piltarnir úr 5. flokki tilbúnir í slaginn í Laugardalnum.
(Símamynd: Friðrik Bergmannsson)