Fréttir

Knattspyrna | 25. júní 2006

Keli Keflvíkingur í Kastljósið

Keppni lukkudýra fyrir Landsbankadeildarfélögin fór fram á æfingasvæði Breiðabliks á föstudaginn.  Keli Keflvíkingur og Hafliði Már mættu á svæðið og stóðu sig glæsilega.  Okkar fulltrúi var langyngstur þátttakenda en skákaði þeim á ýmsum sviðum.  Keppnin verður sýnd í Kastljósinu á þriðjudagskvöld.  Áfram Keli Keflvíkingur.