Fréttir

Knattspyrna | 19. júlí 2005

Kenneth Gustavsson og Simon Samuelsson til Keflavíkur

Færeyski landsliðsmaðurinn Simon Samúelsson mætir á sína fyrstu æfingu hjá Keflavík í dag 19. júlí.  Simon sem er leikmaður með Vogi verður hér næstu tvær vikur meðan frí er í færeysku deildinni.  Leikmaðurinn er 19 ára nýútskrifaður stúdent og skoraði m.a. tvö mörk um helgina í leik með Vogi.  Simon er ekki ókunnur í Keflavík því móðir hans Anna Pétursdóttir er Keflvíkingur í húð og hár.  Þá hefur Kenneth Gustavsson skrifað undir samning við Keflavík út keppninstímabilið 2006.  Hann kemur frá IFK Malmö í Svíþjóð en þar lék hann m.a. með Ómari Jóhannssyni markmanni Keflavíkur og Guðmundi Viðari Mete.

Mynd: Kenneth Gustavsson