Kenneth óbrotinn
Keflavík og ÍA áttust við í Deildarbikarnum á sumardaginn fyrsta. Keflavík nægði jafntefli til að komast áfram upp úr riðlinum en Skagamenn þurftu á sigri að halda. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og heldur Keflavík þá áfram í úrslitakeppnina. Keflvíkingar gerðu fyrra markið sem kom eftir góða hornspyrnu Brankos. Hann sneri boltann inn að markinu og markvörður Skagamanna sló erfiðan boltann í eigið net. Það var síðan hinn leikreyndi Arnar Gunnlaugsson sem skoraði mark Skagamanna. Trúlega voru úrslitin sanngjörn en Keflvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik en Skagamenn í þeim síðari.
Undir lok leiksins vildi það óhapp til að Kenneth og Guðmundur Mete voru að berjast við Skagamann um knöttinn innan vítateigs Keflavíkur með þeim afleiðingum að þeir lentu í harkalegu samstuði. Í fyrstu leit ekki vel út með ristina á hægri fæti Kenneths. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans - Háskólasjúkrahús í Fossvogi en eftir myndatöku og skoðun lækna kom í ljós að hann var ekki fótbrotinn en illa marinn á rist ofan við stóru tá. Kenneth verður í hvíld næstu dag.
Keflavík (4-4-1-1): Magnús Þormar - Jónas Guðni Sævarsson, Guðmundur Mete, Kenneth Gustafsson (Guðjón Antoníusson 80.), Branko Milicevic - Hólmar Örn Rúnarsson, Buddy Farah, Baldur Sigurðsson, Magnús Þorsteinsson - Símun Samuelsen - Davíð Örn Hallgrímsson (Einar Orri Einarsson 46.)
Varamenn: Ómar Jóhannsson, Ólafur Þór Berry, Issa Adbulkadir, Þorsteinn Atli Georgsson
Gult spjald: Einar Orri Einarsson (77.)
Á meiðslalista: Guðmundur Steinarsson, Hallgrímur Jónasson, Þórarinn Kristjánsson, Ingvi Guðmundsson, Geoff Miles, Stefán Örn Arnarson, Ólafur Jón Jónsson
Dómari: Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómarar: Eyjólfur Ágúst Finnsson og Garðar Hauksson
Baldur leggur sig allan fram.
Þessir kappar voru ekki leikfærir og urðu að láta sér nægja að horfa á.