Kenneth og Issa komnir
Endanleg mynd er að koma á hóp Keflavíkurliðsins fyrir vetraræfingarnar. Kenneth og Issa komu báðir til landsins nú um helgina og var gott að fá þá til baka hressa og káta. Þeir litu báðir mjög vel út og hafa greinilega ekki svikist um að halda sér í góðu standi meðan þeir dvöldu á heimavelli. Þá er aðeins eftir að sjá til Brankos, en hann fær væntanlega dvalar- og atvinnuleyfi næstu daga og gerum við ráð fyrir því að hann komi innan fárra daga. Fín stemmning er í hópnum og vel tekið á á æfingum.
Kenneth í leik gegn KR í fyrra.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)