Kenneth semur til þriggja ára
Sænski varnarmaðurinn Kenneth Gustafsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Keflavík. Kenneth, sem er 24 ára gamall, gekk til liðs við Keflavík um mitt síðasta sumar og hefur nú ákveðið að framlengja dvöl sína hjá félaginu. Kenneth var meiddur í upphafi leiktímabilsins en hefur komið sterkur inn og átt stóran þátt í góðu gengi Keflavíkurliðsins að undanförnu. Það er því ánægjulegt að kappinn ætli að leika áfram með okkar liði því þar fer sterkur leikmaður og frábær félagi.
Kenneth og Rúnar formaður eftir undirritun samningsins.
(Mynd: Jón Björn Ólafsson / Víkurfréttir)