Kjartan Einars tekur við 2. flokki kvenna
Gengið hefur verið frá ráðningu Kjartans Einarssonar sem þjálfara 2. flokks kvenna. Kjartan er Keflvíkingur en hefur nú í nokkur ár verið hjá Breiðablik, bæði sem leikmaður og þjálfari. Kjartan lék alla sína yngri flokka með Keflavík og er mjög spennandi að vera búinn að fá heim aftur og nú sem þjálfara. Bindum við miklar vonir við störf Kjartans, sem einnig verður aðstoðarþjálfari meistarflokks kvenna. Hefur Kjartan áður unnið með Salih Heimi Porca, þjálfara meistaraflokks kvenna, en þeir unnu saman að þjálfun 2. flokks drengja hjá Breiðablik í nokkur ár og þekkja því hvorn annan vel.
Bjóðum við Kjartan velkominn heim aftur til Keflavíkur.
Kjartan Einarsson nýr þjálfari 2. flokks kvenna og aðstoðarþjálfari meistaraflokks.