Fréttir

Knattspyrnuæfingar hjá 8. flokki að hefjast
Knattspyrna | 21. september 2020

Knattspyrnuæfingar hjá 8. flokki að hefjast

Nú eru knattspyrnuæfingarnar hjá þeim allra yngstu að hefjast á ný. Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd 2015 og 2016. Það verða tvær æfingar á viku í boði, annars vegar í Reykjaneshöll og hins vegar í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Iðkendur geta valið hvort þeir mæti á báðar æfingarnar eða eingöngu eina æfingu. Hvetjum stelpur jafnt sem stráka til að vera með. Stefnan er að hafa æfingar í Reykjaneshöll kynjaskiptar. 


Æfing í íþróttahúsinu við Sunnubraut (æfing 1): 
Þrátt fyrir að um fótboltaæfingar sá að ræða þá er mikil áhersla á leiki, boltaæfingar, þrautabrautir og fjölbreytta hreyfingu. Æfingarnar eru eins konar "íþróttaskóli" þar sem knattspyrnan er höfð að leiðarljósi. Áhersla er lögð á heildarþroska barnsins, jafnt andlegan sem líkamlegan, eflingu félagsþroska ásamt aukinni hreyfifærni. Æskilegt er að foreldrar mæti með börnum sínum á æfingarnar. Æfingin er hugsuð sem skemmtileg fjölskyldustund og er foreldrum velkomið að vera nærri barni sínu ef barninu líður betur við slíkar aðstæður.

ÆfingatímiÞriðjudagar, íþróttahúsinu við Sunnubraut, kl. 16:55  - 17:50
ÆfingatímabilFyrsta æfing þriðjudaginn 29. september, síðasta æfing 8. desember.


Æfing í Reykjaneshöll (æfing 2):
Á þessum æfingum verður knattspyrnan í fyrirrúmi. Tækniæfingar með bolta, leikir og mikið spil.
Þessar æfingar eru sérstaklega ætlaðar fyrir börn sem eru með mikinn fótboltaáhuga.
Hvetjum stelpur jafnt sem stráka til að vera með. Stefnan er að hafa æfingar í Reykjaneshöll kynjaskiptar. 

Æfingatími: Föstudagar í Reykjaneshöll, kl. 17:10 - 18:00
ÆfingatímabilFyrsta æfing föstudaginn 2. október, síðasta æfing 11. desember.


Innritun:
Fyllið út skráningarblað sem þið nálgist með því að smella HÉR

Öllum skráningum verður svarað með staðfestingu í tölvupósti áður en æfingar hefjast.
Athugið að skráning í 8. flokki er EKKI í NÓRA kerfinu.


Gjald
12.000 kr. ef valið er að æfa einu sinni í viku.
19.000 kr. ef valið er að æfa tvisvar sinnum í viku.
Börnin fá glaðning að námskeiði loknu.

Systkinaafsláttur:
Barn tvö greiðir hálft gjald, frítt fyrir þriðja barn
Afsláttur á einungis við innan 8. flokks.

Knattspyrnumót:
Flokkurinn fer á knattspyrnumót í Reykjaneshöll í nóvember.

Þjálfarar hjá 8. flokki eru:
- Gunnar Magnús Jónsson, íþróttafræðingur
- Ragnar Steinarsson, íþróttafræðingur
- Óskar Rúnarsson, íþróttafræðingur

Ásamt aðstoðarþjálfurum

Ef frekari upplýsinga er þörf sendið þá netpóst á:
8flokkur@keflavik.is