Fréttir

Knattspyrna | 23. desember 2005

Knattspyrnudeild afhendir styrk

Knattspyrnudeild Keflavíkur stóð fyrir söfnun vegna veikinda Hugins Heiðars Guðmundssonar sem varð 1 árs í nóvember s.l.  Foreldrar Hugins hafa komið að málefnum knattspyrnunnar hér í Keflavík og hefur faðir hans Guðmundur Guðbergsson verið í Unglingaráði Keflavíkur til margra ára og unnið þar mikið starf.  Okkur rann því blóðið til skyldunnar sagði Rúnar V. Arnarson formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur þegar hann afhenti foreldrum Hugins 300.000 krónur sem safnað var með frjálsum framlögum á síðustu vikum.  Það var Knattspyrnudeildin sem stóð að söfnuninnií samstarfi við Sparisjóðinn í Keflavík.  Guðmundur þakkaði Knattspyrnudeild framlagið og sagði það koma sér vel.  Huginn er á sjúkrahúsi og ekki er hægt á þessari stundu að segja hvenær þeirri vist lýkur.  Við sendum öll fjölskyldunni og Hugin Heiðari okkar bestu jóla- og nýjarskveðjur og óskum þeim betri tíma á nýju ári.


(Mynd: Víkurfréttir)