Knattspyrnudeildin auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Knattspyrnudeild Keflavíkur auglýsir starf framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Keflavíkur laust til umsóknar. Framtíðarsýn knattspyrnudeildar er að vera áfram í fremstu röð knattspyrnuliða á Íslandi. Mjög öflugt uppbyggingarstarf er hjá Keflavík og fjöldi iðkenda.
Helstu verkefni framkvæmdastjóra:
· Stjórnun og ábyrgð á rekstri deildarinnar
· Kemur að fjáröflun í samvinnu við stjórn
· Samskipti við aðila innan og utan deildar
Hæfniskröfur:
· Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
· Dugnaður og frumkvæði
· Reynsla í stýringu fjármála
· Þekking á íþróttahreyfingunni
· Góð tök á íslensku máli
· Góð tök á notkun samfélagsmiðla
Nánari upplýsingar veita Ingvar Georgsson starfandi framkvæmdastjóri í síma 8990557 eða Jón Ben formaður í síma 6995625 eða tölvupósti jben@internet.is.
Umsókn og fylgiskjöl sendist á kef-fc@keflavík.is. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2017.