Fréttir

Knattspyrna | 19. maí 2005

Knattspyrnumaðurinn Árni Sigfússon

Meðal nýjunga sem verða á þessari síðu eru viðtöl við valinkunna einstaklinga.  Ég sendi út spurningar á valinkunna menn og það var enginn annar en bæjarstjórinn sem var fyrstur til að senda til baka.  Árna er margt til listalagt en lítið hefur heyrst af fótboltabakgrunni hans.  Hérna fáið þið að kynnast knasttspyrnumanninum Árna Sigfússyni.

 

1. Hefur þú æft knattspyrnu og þá með hvaða félagi?
„Já, ég æfði með Þór í vestmannaeyjum, komst í ÍBV sem landsliðsmarkmaður Eyjanna - þetta var þegar ég var 12 ára - hætti á toppnum!“

 

2. Hvað æfðir þú lengi?
Um 6 ára skeið!“

 

3. Er einhver íslenskur leikmaður frá fyrri tíð þér sérstaklega minnistæður?
„Sævar Tryggvason“

 

4. Hver er besti íslenski leikmaðurinn sem þú hefur séð á knattspyrnuleik?
„Þórólfur Beck!“

 

5. Ef Keflvík og Njarðvík væru að mætast í bikarúrslitaleik, með hvoru liðinu myndir þú halda? 
(Ég mun breyta svarinu þínu í Keflavík sama hverju þú svarar).
„Þeim sem tapaði!“
(Ég reiknaði ekki með þessu, innsk. RIH)

 

6. Nú er oft talað um framtíðarsvæði fyrir knattspyrnuiðkun hérna í bænum, hvenær sérðu það verða að veruleika?
„2007-2009 ef allt gengur upp!“

 

7. Hvað viltu sjá breytast í umgjörð í kringum liðið?
„Stefnir í góðan liðsanda- gott stuðningsmannalið!“

 

8. Ef Keflavík yrði Íslandsmeistari, myndir þú lýsa yfir opinberum frídegi í bænum?
„Ég myndi mæla með húrrahrópum og kakóveislu!“

 

9. Hvað er skemmtilegasta atvik sem þú hefur orðið vitni að á knattspyrnuvellinum?
„Vegna góðs skammtímaminnis er það þegar Keflavík varð Bikarmeistari!“


10.  Ef þér væri boðið að leika með Keflavíkurliðinu, hvaða stöðu myndir þú spila og af hverju?
„Miðvörð - eða markmann - þar myndi ég best nýtast liðinu!“

 

 

Ég vill þakka Árna kærlega fyrir skjót svör.

Rúnar I. Hannah

Stuðningsmannasíða Keflavíkur

 

 


Árni ræðir málin við knattspyrnumenn framtíðarinnar í Keflavík.
(Mynd af
vef Reykjanesbæjar)