Fréttir

Knattspyrna | 31. mars 2006

Knattspyrnumaraþon 3. flokks kvenna

Þann 25. mars s.l. tóku stúlkurnar í 3. flokki kvenna sig til og spiluðu knattspyrnu í tólf tíma.  Tilgangurinn var að safna áheitum fyrir utanlandsferð sem farin verður í sumar.  Byrjað var að spila kl. 20:00 á laugardagskvöldi og hætt kl. 8:00 á sunnudagsmorgni.  Þær voru orðnar ansi þreyttar þegar yfir lauk og hugsuðu hlýtt um rúmið sitt og að fá að sofna.  Stelpurnar voru svo að vakna þennan sunnudag á milli fjögur og sex með strengi út um allan líkamann!  Stelpurnar vilja koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra sem studdu þær með áheitum. 


Hópurinn sem tók þátt í maraþoninu. 
Allir vakandi þannig að þessi mynd hefur líklega verið tekin snemma um kvöldið.


Sumir voru þreyttari en aðrir!  Fanney sofnuð.