Knattspyrnuskóli Keflavíkur 2015
Unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur býður upp á sumarnámskeið fyrir stelpur og stráka á aldrinum 6-12 ára.
Námskeiðið verður byggt upp á knattspyrnuæfingum við hæfi hvers og eins þar sem tækni, leikskilningur og leikgleði verða í fyrirrúmi. Markmiðið með námskeiðinu er að allir hafi gaman af og kunni enn betur að meta það að klæðast Keflavíkurtreyjunni.
Knattspyrnuskólinn verður vikurnar 15.-19. og 22.-26. júní og 6.-10. júlí milli 8:30 til12:00 virka daga.
Þau börn sem eru að æfa knattspyrnu fara á æfingu á námskeiðatíma eða beint í kjölfarið af námskeiðinu.
Mæting á nýja völlinn fyrir aftan Reykjaneshöllina, klædd eftir veðri og nauðsynlegt er að taka hollt nesti með. Skráning í tölvupósti johannbirnir@keflavik.is.
Barnið er skráð á námskeiðið þegar greiðsla hefur borist á reikning og vinsamlegast setjið nafn barns og kennitölu barns í tilvísun (það er mjög mikilvægt svo hægt sé að sjá greiðslu). Leggist inn á 0121-05-411376, kt. 681201-5130.
2 vikur kosta 12.000 kr. og 3 vikur kosta 15.000 kr. Veittur er 10% afsláttur fyrir systkini.
Skólastjóri er Jóhann Birnir Guðmundsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Keflavík.