Knattstjórnun er undirstaða leiksins
https://www.youtube.com/watch?v=I2bHTIuob6Y#t=15
Knattstjórnunaræfingar eru algjört lykilatriði í hæfileikamótun ungra leikmanna. Xavi Hernandes, fyrirliði Barcelona, sagði í nýlegu viðtali að knattstjórnunaræfingar væru algjör undirstaða leiksins að hans mati! Leikmaður með góða knattstjórnun nýtur leiksins miklu betur hvar t.a.m. móttaka á bolta er með allt öðrum hætti en hjá leikmanni sem leggur ekki mikið upp úr slíkum æfingum.
Ef við myndum nota þá samlíkingu að hæfileikamótun leikmanna í fótbolta væri eins og að byggja hús, þá er knattstjórnun grunnurinn sem byggjum aðra þætti út frá. Grunnurinn verður að vera traustur og góður þannig að hægt sé að byggja flotta höll.
Fyrir þá sem vilja æfa sína knattstjórnun þá eru hér nokkur ráð.
1. Gefðu þér tíma á hverjum degi. Þú þarft ekki mikið pláss.
2. Notaðu hugmyndaflugið og sjáðu fyrir þér leikrænar aðstæður.
3. Notaðu báða fætur og njóttu æfingarinnar.
Knattspyrnukveðjur,
Heiðar Birnir Torleifsson - yfirþjálfari