Kolaportsstemmning
Knattspyrnudeild Keflavíkur opnaði um síðustu helgi KOLAPORT í 88-húsinu. Vel hefur tekist til með að fá fólk til þátttöku og voru þeir sem seldu vörur nokkuð sáttir við söluna miðað við fyrsta dag. KOLAPORTIÐ verður næst opið á laugardag frá kl.13:00 og síðustu helgina fyrir jól verður opið laugardag og sunnudag frá kl. 13:00.
Knattspyrnudeildin hvetur fólk til að líta við enda ótrúlegt framboð af vörum á boðstólum. Sérstaklega eru góðar keppnistreyjur til sölu á góðu verði. K-treyjur, Liverpool, Arsenal og Man. Utd. treyjur á 1200 kr. Þá má finna allslags trefla, húfur og dót sem allir þurfa að eiga. ási
Myndir: Jón Örvar Arason